Hver er besti forrétturinn? Margir góðir en stórkostleg ferna sem aldrei klikkar er samsetningin: Reyktur silungur eða lax, smátt saxaður rauðlaukur, smásöxuð steinselja og kapers. Smáolía yfir og allir umla. Mæli með svona forrétti – hann er alla vega einn af þeim bestu.
