Merkilegar og mikilvægar stiklur í kristninni eru.
Gullna reglan: Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera. (Matt. 7.12)
Litla Biblían : Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf. (Jóh. 3.16)
Tvöfalda kærleiksboðorðið : Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum mætti þínum og öllum huga þínum og náunga þinn eins og sjálfan þig. (Lúkas 10.27)
Signing: Í nafni Guðs + Föður og Sonar og Heilags anda. Amen.
Bæn Jesú Krists
Faðir vor, þú, sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð. Og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen. (Matt. 6.9-13)
Trúarjátningin:
Ég trúi á Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar. Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason, Drottin vorn, sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur, dáinn og grafinn, steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, steig upp til himna, situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða. Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu mannsins og eilíft líf. Amen.
Boðorðin tíu:
- Ég er Drottinn Guð þinn. Þú skalt ekki aðra Guði hafa.
- Þú skalt ekki leggja nafn Guðs þíns við hégóma.
- Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan.
- Heiðra skaltu föður þinn og móður.
- Þú skalt ekki mann deyða.
- Þú skalt ekki drýgja hór.
- Þú skalt ekki stela.
- Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.
- Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns.
- Þú skalt ekki girnast konu náunga þins, þjón, þernu, uxa, asna né nokkuð það sem náungi þinn á. (2.M 20.1-17)
Bænvers
Bænin má aldrei bresta þig,
búin er freisting ýmislig.
Þá líf og sál er lúð og þjáð,
lykill er hún að Drottins náð.
Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér,
vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki, þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.