Friður yfir skírnarþeganum, hlý gleði í augum mömmunnar, Auðar Karítas, kyrra yfir Guðnýju, stóru systur, sem heldur undir skírn og Sverrrir bróðir á vakt – andblær elskunnar yfir og allt um kring. Ari, pabbinn – ljósmyndarinn – var greinilega utan skotlínunnar þó hann tæki ekki myndina. Himnesk forréttindi að taka þátt í blessun Guðs á börnum jarðar. Guð geymi Önnu Guðnýju Aradóttur.
Anna Guðný heitir í höfuð móðurömmu, serm ekki vissi nafnið fyrirfram og gladdist ósegjanleg. Amman er Aradóttir líka svo nafn og kenninafn er það sama hjá ömmu og dótturdóttur. Móðir skírnarþegans er Auður og foreldrar hennar, Anna Guðný og Ásgeir, eru með A sem upphafsstafi. Fjölskyldan er því AAA og hið triple-A er líka hjá yngri fjölskyldunni. Þetta fólk er í A flokk og skemmtilegt að fá að þjóna þeim!