Spínat og eggaldin lasagna

 

Þetta er afbragðsgóður réttur fyrir þau sem kunna að meta góða grænmetisrétti. Eggaldin notuð í stað pastablaðanna og fyllingin er mjög góð. Eins og myndin sýnir er búið að marinera tómatana með basilíku og rétturinn skreyttur þegar hann er borinn fram. Fagur og góður matur.

 

3-4 stk eggaldin

 

Fylling

 

400 gr ferskt spínat

 

400 ml kókosmjólk

 

1 rifin múskathneta

 

1 tsk broddkúmenduft (cumin)

 

1 tsk karrí

 

1 tsk salt

 

500 gr soðnar sætar kartöflur

 

Ofan á

 

1 dl rifinn parmesan (ef fólk er ekki að fasta)

 

1 dl malaðar hnetur/möndlur

 

smá maldonsalt og malaður pipar

 

Blanda í skál

 

Undursamlegt með góðum tómötum, basilíku, ólófuolíu og salti.

 

Langskera eggaldin í ½ cm þunnar sneiðar. Pensla með ólífuolíu og krydda með salti og pipar. Stilla ofninn á 200 °C. Eggaldinsneiðarnar á bökunarpappír í ofnskúffu og baka þar til þær hafa náð gullinbrúnum lit. Taka út úr ofni og leyfa að kólna. Spínatið saxað fremur smátt í matvinnsluvél og síðan blandað öllu sem á að fara í fyllinguna – hrært í skál eða hrærivél.

 

Setja til skiptis í ofnfast fat: Fylling, eggaldin, kókosmjól, fylling, eggaldin og kókosmjólk. Strá ost/hnetublöndu yfir lasagnað og baka í 30 mín við 180°C.

Upplyftan: Þökkum Drottni því að hann er góður, því miskunn hans varir að eilífu. Amen.

Verði öllum að góðu.