Minningarorð – Emil Auðunsson

Öll höfum við einhvern tíma legið á bakinu og horft upp í stjörnubjartan næturhiminn, séð stjörnufjöldann, hugsað um vegalengdir, horft svo stíft upp í hvelfinguna að okkur hefur jafnvel sundlað, eins og jarðarskelin sé ekki nægilega sterk til að þola mannkrílið sem á liggur. Og við verðum jafnan dálítið ringluð þegar við liggjum svo og hugsum um hið stóra og smáa, mannlífið og allífið. Svo bæta stjarnvísindin um betur og veita okkur ofurlitla innsýn í hvílíkt rykkorn og hjóm jörðin og þar með mannlífið er þegar við fáum að vita – hvort sem við skiljum eða ekki, að kúlan okkar er í sólkerfi og það er ótrúlegur grúi slíkra í þeim hluta geimsins sem við gistum – vetrarbrautinni. Hvað er maðurinn? Hvers virði er maðurinn, þegar jafnvel jarðarkúlan er eiginlga bara sandkorn í óravíddum. Ertu einskis virði? Er einhver sem elskar þig? Í hvaða samhengi varstu til og ert? Hvað með Guð?

Í því rismikla ljóði 8. Davíðssálmi segir:

Er ég horfi á himininn, verk handa þinna, tunglið og stjörnurnar, sem þú settir þar, hvað er þá maðurinn þess að þú minnist hans, og mannsins barn að þú vitjir þess? Þú gerðir hann litlu minni en Guð, krýndir hann hátign og heiðri, lést hann ríkja yfir handaverkum þínum, lagðir allt að fótum hans: Drottinn, Guð vor, hversu dýrlegt er nafn þitt um alla jörðina.

Skáldið sem setti fyrst fram þessa hugsun vissi vel um óravíddir og stöðu manna. En spekin er mikilvæg og hún er það sem allir ritarar biblíunnar hafa endurómað og Jesús Kristur líka og með ákveðnum hætti. Manneskjan er mesta undrið, manneskjan er óendanlega mikilvæg. Þú ert yndi Guðs, sem elskar þig, sér þig, lætur sér ant um þig og sleppir aldrei elskuauga af þér. Og það átti við Emil líka.

Emil Auðunsson fæddist austur undir Eyjafjöllum, 9 mars 1954, fjórða barn af fimm hjónanna Auðuns Braga Sveinssonar og Guðlaugar Arnórsdóttur. Hann flutti í bernsku í Þykkvabæ þar sem faðir hans varð skólastjóri. Í nátturunni – og fjaran er þar með talin – naut kraftur hans og athafnaþrá sín. Hann hafði útivistar- og leik-svæði sem hentaði orku hans. Hann varð snemma gefinn fyrir íþróttir. Og eins og Ólafur, bróðir hans, segir skemmtilega frá í minningargrein varð það sem hann fann til nota við íþróttirnar, bambusinn úr fjörunni var t.d ágætur fyrir stangarstökkið. Bullworker-græjan styrkti vöðvana. Svo þegar Emil kom í bæinn rataði hann í kraftilyftingamisðtðina Jakaból, þar sem jötnar landsins lyftu og áttu samfélag. Emil stælti líkamann og var afar atorkusamur í vinnu, lét ekki sitt eftir liggja. Hann vann alla tíð verkamannavinnu, kallaði sig gjarnan farandverkamanna, alla vega hér á Íslandi, og var eftirsóttur vegna harðfylgis. Áraun herti hann, ört skapið hvatti til verka og átaka.

Barnmargt heimilið varð honum stöðugt og gott umhverfi. Það var skelfilegt áfall öllum hópnum þegar Guðlaug féll frá aðeins fertug að aldri og Emil var nýfermdur unglingur á viðkvæmum aldri. Móðurmissirinn sat í honum – Við vitum ekki hvernig honum tókst að vinna úr og kannski bjó sorgin ávallt í honum og skýrir ferðir hans í lífinu og hvernig hann vann úr tengslum eða brást við ýmsu því sem hann lenti í. Móðurmissir er alltaf sár – móðurmissir á viðkvæmum aldri er sem tilfinningalegur heimsendir, sem ekkert einfalt era ð ráða við og vinna úr.

Breytinar á fjölskylduhögum stuðluðu að breytingu og allur hópurinn í bæinn og á Hjarðarhagann. Emil lauk skyldunáminu í Hagaskólanum og fór svo að afla sér tekna og taka fyrstu skrefin út í lífið. Hann fór svo árið 1972 á lýðháskóla í Danmörk, Lögumkloster á SuðurJótlandi. Það varð honum svo mikilvægur tími, að hann ílentist í Danmörk, var þar í um þrjátíu ár, meiri hluta ævinna. Emil bjó lengstum í Toflund þar sem hann lest 7. September sl. Í Toftlund eignaðist hann vini og samhengi. Emil átti margar hliðar og ein þeirra birtist vinum hans þar, hann átti í sér hlýhug og greiðvikni gagnvart vandalausu fólki sem naut þess að hann vildi hjálpa og kom til hjálpar þegar það mest þarfnaðist.

Á árnum 1978 og næstu ár á eftir gerði Emil tilraun til að setjast að á Íslandi en fór síðan utan alfarin og kom aldrei til baka þar nú í sinni hinstu ferð. Flest form við hringferðir í lífinu. Nú er hann kominn úr sinni reisu. Hann verður jarðsettur nú á eftir hjá Arnóri bróður og Guðlaugu, móður hans.  

Nú eruð þið komin saman hér í dag til að kveðja Emil. Hann hvarf út úr hring fjölskldunnar sumpart við það að búa í Danmörk í áratugi. Svo var líf hans oft vætusamt og flókið og það stuðlaði líka að því að hann varð enn fjarlægari.

Hvernig á að vinna úr öllum tilfinningunum? Ef þú finnur til að þú hefði kannski getað verið honum annað og meira en þú varst er mikilvægt að staldra við og íhuga þessar tilfinningar. Næsta víst er að þú gast ekki gert mikið meira, næsta víst er að þú gerðir það sem hægt var.

Þegar komið er í kirkjugarðinn skaltu leyfa sektarkennd og eftirsjá að fara með honum. Kreppa og sleppa er gott áminningarorð í þessum efnum eins og þjóðféalginu öllu. Það kreppir að, og þá þurfum við að temja okkur listina að sleppa. Sorgin og álagið kom og kemur en lærðu líka að sleppa. Kreppa og sleppa.

Emil var fjölhæfur og sérstæðu maður. Honum var margt gefið, hann var hagmæltur, músíkalskur og spilaði á Hammondorgelið sitt.

Hvaða mynd áttu í þínum huga af honum? Hvaða mynd viltu geyma í huganum? Veldu þér hugsun og festu í sinni. Það er að vinna með tilfinningar og minningar.

Í sálminum sem ég las erum við minnt á gildi manna. Er ég horfi á himinn verk handa þinna, tunglið og stjörnurnar er þú hefur skapað. Hvað er þá maðurinn að þú minnist hans og mannsins barn að þú vitjir þess. Þó léstu hann lítið á vant á við guð. Með sæmd og heiðri krýndir þú hann.

Við finnum oft til smæðar, vanmáttar. Og þessi krepputið er undarlegur lægingartími. Leið Emils var ekki alltaf sólarmegin, en hann var elskaður, hann naut margs, og hann er metinn af Guði. Guð elskar. Nú hverfur hann og lagður til hinstu hvílu meðal sinna, og við megum hugsa um hann í hinu stóra fangi.

Hvernig hugsar þú um eilífð? Getur þú metið og dæmt með nokkru viti. Hvað vissir þú þegar þú varst í móður kviði um lífið utan stengds magans, Ekkert. Og svo blasti við þessi undarlega stórkostlega veröld. Og við hugsum hliðstætt: Hvað veistu um eilífiðina? Lítið annað en það sem við fáum að vita frá sjáendum. En við megum trúa að eins og lífið var fjölbreytilegt eftir fæðingu, megum við vænta undursamlegs lífs í eilífðinni. Felm góðum Guði Emil, sættumst við fráfall, hans, biðjum honum blessunar.

Það er besta huggunaraðgerð, gagnvart honum, gagnvart þínum innri manni, að leyfa honum að fara í friði, sleppa honum inn í fang eilífðar. Það er hinn besti og æðsti Þykkvibær. Þar líður honum vel og getur stokkið þau stangarstökk sem hann langar, lyft þeim ofurþngdum sem hann vill, teflt þær skákir með snilldarstíl. Allt er gott, allt er í sátt því það er eilífð Guðs.

Guði geymi Emil Auðunsson, og góður Guð geymi þig.

14.10. 2008.