Þegar ég var kominn í kirkjunni á annan páskadag og skíra kom ég heim tilbúinn til heimagleðinnar. Þegar ég var búinn að tala við mitt fólk fór ég að undirbúa kvöldmatinn, vinna sósuna og krydda andakjöt sem var búið að bíða tvo daga í kælinum. Þessi uppskrift var veidd af blogginu og er orðin jólamatur á nokkrum heimilum. Svo þegar ég smeygi þessu á vefinn er lyktin í húsinu svo dásamleg að nágrannarnir eru komnir með löng nef úti og spyrja hvað sé verið að elda!
Andabringa snöggsteikt
Miðað er við að uppskriftin sé fyrir fjóra. 800 gr andabringur. Ristið krossa (!) skinn/fitumegin og nuddið salti, pipar og möluðum einiberjum í skurðina. Steikið bringurnar á þurri pönnu með fituhliðina niður og steikið þar til skorpan harðnar. Snúið síðan við steikið stutt, en þó þannig að hinni hliðinni sé lokað. Steikið síðan í ofni 12-15 mínútur þar til kjarninn er liðlega 60°C.
Sósan
Hér er skemmtileg sósa, sem passar afar vel. Ekki vera hrædd við hráefnið!
3 dl anda- eða kalkúnasoð
2 dl rauðvín (hægt að nota púrt)
1 msk balsamikedik
safi úr 2 appelsínum
safi úr 2 límónuávöxtum
safi úr 1 sítrónu
2 dl kókosmjólk eða eftir smekk
½ msk engifer
sulta – skv smekk – ég nota gjarnan ribs eða sólberjasultu til að sæta sósuna og jafna.
Sjóðið allt niður um þriðjung og þykkið svo eftir smekk. Í sósuna má síðan setja í lokin 1 msk af köldu smjöri til að fá gljáa.
Þessa anda- og sósu-uppskrift fékk ég úr Matreiðslumeistara MasterCard, sem út kom fyrir jólin 2004, en breytti uppskrifinni að eigin smekk!
Meðlæti – rótargrænmeti
1,5 kg rótarávextir, t.d. steinseljurætur 5 stk skornar langsum
rauðbeður 2 stk
sæt kartafla
litlar kartöflur, skornar í tvennt
gulrætur langskornar
hvítlaukur, heill og grófrifinn
Lögur á rótargrænmeti
4 msk ólífuolía
½ msk balsamikedik
½ tsk þurrkað rósmarín
maldonsalt
svartur pipar grófmalaður
Bakað í ofni í 40-60 mínútur.
Bæn: Þökkum Drottni, því að hann er góður, – því miskunn hans varir að eilífu. Amen.