Biskupsvalið er tákn breytinga og endurnýjunar í þjóðkirkjunni.
Kirkjan er kölluð til nýrra starfshátta og aukinnar þjónustu við börn og fjölskyldufólk um allt land. Kirkjan á að vera nútímaleg, frjálslynd og glöð, í góðu Guðssambandi og trúnaðarsambandi við fólkið í landinu.
Ég þakka stuðningsmönnum mínum og öllu kirkjufólki, sem hefur látið sig biskupsvalið varða.
Ég bið sr. Agnesi M. Sigurðardóttur blessunar í biskupsstarfi.
Guð gefi okkur gleðilega kirkju.
Sigurður Árni Þórðarson