Pétur Kr. Hafstein lætur skyndilega af störfum, vegna heilsubrests, sem kirkjuþingsmaður og forseti kirkjuþings. Hann hefur reynst kirkjunni frábær leiðtogi, réttsýnn, hollráður og framsýnn. Hann hefur beitt sér fyrir markvissri eflingu kirkjuþings, sem æðsta stjórnvalds þjóðkirkjunnar.
Eitt af helstu baráttumálum Péturs er að auka áhrif og virkni leikmanna í starfi og stjórnun þjóðkirkjunnar. Í því verki hefur hann verið stefnufastur og skýrmæltur. Í biskupskjöri þessa árs njótum við stefnu hans og meirihluti kjörmanna er leikmenn.
Ég vil þakka Pétri Kr. Hafstein einurð hans og sýn um, að þjóðkirkjan megi ekki standa í stað heldur eigi stöðugt að breyta starfsháttum og skipulagi til að fólki, kirkju og þjóð verði þjónað sem best í framtíð.