Yndislegur maður í alla staði
Sem efasemdarmaður get ég átt góðar samræður við Sigurð Árna. Hann leggur sig fram við að skilja önnur sjónarmið, auðvelt er að rökræða við hann því hann er alls ekki þröngsýnn á önnur trúarbrögð eða þá sem trúa ekki. Ég hef sjaldan hitt jafn yndislegan og góðan mann sem treður ekki skoðunum sínum upp á aðra.
Sigurður Árni berst fyrir vellíðan og réttindum fólks, burt séð frá því hvað það trúir. Ég get ekki hugsað mér betri einstakling til þess að þjóna sem biskup þjóðarinnar.