Kirkjan, eins og margar aðrar stofnanir samfélagsins, gengur gegnum umbrot, uppbrot og uppgjör. Hún hefur alltof lengi verið þolandi aðstæðna í stað þess að skapa sér eigin framtíð. Kirkjan þarf framsýnan leiðtoga sem leiðir hana af öryggi inn í nýja tíma. Kirkjan þarf leiðtoga sem þekkir aðstæður og þarfir fólks um allt land. Ég hef þekkt Sigurð Árna frá barnæsku. Ég trúi því að hann sé þessi leiðtogi.