Þetta var yfirskriftin á tölvupósti sem ég fékk í gær. Svo var meðfylgjandi mynd af kjörseðli í biskupskjöri sem búið var að útfylla og kross var við nafnið Sigurður Árni Þórðarson.
Já, “a.m.k. eitt” en síðan kom runa af skeytum og smáskilaboðum frá kjörmönnum: “Búinn að kjósa” – “búin að póstleggja” “kjörseðill kominn í kassann” “framtíðin að koma.” Það var ánægja í þessum skipalboðum og stemming sem fólk fann til og leyfði sér að njóta og tjá. Hún smitaði og gladdi.
Biskupskjör skiptir máli. Kostirnir eru góðir og valið er úr stórum hópi hæfra biskupsefna. En eitt verður kjörið og atkvæðin sem greidd eru þessa dagana skera úr um framvinduna. Síðustu vikur hafa verið afar ríkulegar og ánægjulegar. Hópurinn, sem hefur farið um landið til að undirbúa kjör, hefur lagt mikið til umræðu um kosti og möguleika kirkjunnar. Megi biskupskjörið verða jafn farsælt og undirbúningur þess hefur verið.
Skeytið með yfirskriftinni „A.m.k. eitt“ var fyrst af mörgum. Og yfirskrift eins tölvupóstsins var sem töluð úr mínu hjarta: “Guð gefi okkur gleðilega framtíðarkirkju.” Ég segi því Amen.