Kynni mín af Sr. Sigurði Árna ná aftur til þess tíma er ég var skólastjórnandi í Vesturbæ og börn hans voru í Hagaskóla.
Ég hef fylgst með honum í starfi við Neskirkju, sem er mín sóknarkirkja, og veit af reynslunni að þar fer maður sem á gott með að ná til breiðs hóps sóknarbarna, bæði þeirra sem sleppa aldrei úr messu og þeirra sem koma sjaldnar. Hann talar beint til safnaðarins og varpar fram spurningum sem fólk þarf að svara og getur auðveldlega fundið svör við.
Hef þegið frá honum góð ráð, ábendingu sem var ekki patentlausn heldur leiðsögn um skref sem þyrfti að taka. Sr. Sigurður Árni hefur í sér hirðis-gen og leysir vel af hendi sitt starf sem hlustandi og ráðgjafi. Svona mann þurfum við í forystu kirkjunnar á nýrri öld.