Framundan eru tímamót í þjóðkirkjunni þegar kosið verður til embættis biskups Íslands. Kirkjan þarf á öflugum, hæfileikaríkum og sterkum trúarleiðtoga að halda. Hún þarf líka leiðtoga sem hefur metnað til góðra verka og vilja til að laða fram það besta úr þeim mannauði sem í kirkjunni býr. Að mínu mati, hefur sr. Sigurður Árni þessa leiðtogahæfileika.
Ég styð sr. Sigurð Árna í embætti biskups Íslands, því ég trúi að viðmót hans, hæfileikar, orðsnilli, skilningur og metnaður skili þjóðkirkjunni því sem hún þarf til að vaxa og eflast um ókomna tíð.